miðvikudagur, apríl 14, 2010

Hádegisæfing 14. apríl

Góð mæting í dag: frá hóteli voru Sigurborg, Óli og Rúna Rut, aðrir voru Ársæll, Guðni, Huld, Briem og Sigrún. Ákváðum að fara Suðurgötu með lengingu fyrir þá sem vildu. Fínt hlaupaveður en smá rok. Þess verður að geta í framhjáhlaupi að það er með öllu óskiljanlegt og í raun ámælisvert að meginþorri hlaupahópsins (bakbein hans) skuli finna sig knúinn til að hverfa á vit ævintýra þegar hinir samviskusömu og skylduræknu félagsmenn etja kappi við klukkuna í úrtökumóti morgundagsins. Þarna hafa persónulegir hagsmunir sannanlega tekið yfir hvar áður var ástundun og eljusemi. Þetta verður skoðað sérstaklega af aganefnd IAC.
Alls lengst 8,7K
Góðar stundir,
Sigrún

Engin ummæli: