Loksins gerðist eitthvað...Mættir á sprettæfingu: Dagur, Bjöggi, Oddurinn, Sveppi, Óli og aðalritari. Tókum smá upphitun á lykkju á Icelandair-braut til að sýna brautarmanni leiðina en héldum síðan rakleiðis til spretta við dómaraflaut. Framkvæmdir voru 8*2 mín. sprettir með 90 sek. hvíld á milli en aðeins lengri hvíld eftir fyrsta sett, þ.e. 4 spretti. Menn voru að spanna allt frá tæpum 500m upp í mest 550m, eftir póstnúmeraflokkun. Frést hafði af Guðna á séræfingu, enda nennir hann ekki að "vera með allan helvítis hópinn" með sér. Dagur mætti í fallegum búningi vegna "hýrra hlaupadaga" en búningurinn samanstóð af Gráum New Balance jakka (öndunar), glænýjum Mizuno hlaupaskóm ( úr Sears á USD 9.99), niðurmjóum lycra (extra-dry fit)sokkabuxum í mjög sjaldgæfum neontúrkisbláum lit, sem einungis voru framleiddar í 5 eintökum á 9. áratugnum. Þarna er um að ræða smekkvísi, tískuvitund og góða birtingu af hálfu félagsmanns.
Alls um 8K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Ekki má gleyma því hvernig hlaupastíll formannsins breyttist snarlega við alla þessa "hýrð" (nýyrði). Það vakt athygli að í stað þess að vera fremstur í flokki á harðaspretti, kaus hann að halda sig til baka með svokallað "ass-view" á meðhlaupara sína. Hvað er í gangi? Jahh maður smyr sig?
Kv. Bjútí
P.s. snilldar færsla Aðal :-)
Skrifa ummæli