fimmtudagur, apríl 15, 2010

Úrslit í úrtökumóti fyrir ASCA

Úrtökumót fyrir ASCA-keppni flugfélaga í Dublin fór fram í Öskjuhlíð nú síðdegis. Veður var milt en þó rigning og gjóla. Skemmtilegt var að sjá að um töluverða nýliðun var að ræða, allavega hvað varðar úrtökumót á vegum skokkklúbbsins. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hvað Keflavíkurdeildin (ITS) taldi marga af keppendum. Þar sem einn fulltrúi stjórnar var viðstaddur var tímataka í höndum Garmin-tækja keppenda og tókst hún ekki í öllum tilfellum. Úrslitin eru þó ljós og fara hér á eftir. (Aðeins er um lokatíma að ræða). Hlaupnir voru hringir í Öskjuhlíð, hver hringur u.þ.b. 1,75km. Karlar hlupu 4 hringi og konur 2.
Karlar:
1. Guðni Ingólfsson, Icelandair 29:49
2. Oddgeir Arnarson, Icelandair 30:24
3. Viktor Vigfússon, ITS 30:30
4. Ólafur Briem, Icelandair 30:35
5. Sigurður Óli Gestsson, ITS 31:38
6. Jonathan Cutress, ITS 36:30

Konur:
1. Huld Konráðsdóttir, Icelandair 15:08
2. Sigrún Birna Norðfjörð, Icelandair (u.þ.b. 1 mín. á eftir)
3. Ásdís María Rúnarsdóttir, ITS 18:10.

Stjórn IAC þakkar keppendum þátttökuna og drengilega keppni.
Góðar stundir,
Sigrún, ritari IAC

Engin ummæli: