föstudagur, maí 07, 2010

"Day after run"-7. maí

Mjög fjölmennt var í eftirhlaupi gærdagsins en til leiks mættu félagsmenn og hlupu sömu braut og keppt var á í gær, í 16. Icelandairhlaupinu. Tímarnir fara hér á eftir:
Dagur 26:58
Hössi 27:49
Guðni 27:54
Oddgeir 28:22
Sigurgeir 29:04
Viktor 29:45
Bjöggi 30:05
Óli 30:20
Huld 30:45
Sigrún 32:18
Bryndís 32:18 (ógilt, 6,88km)
Rúna Rut 32:47
Ársæll 39:32
Nýja brautin var fín og ánægjulegt að sleppa við "brekkuna" frá horni á Valsheimili. Aðalritari sá hinsvegar um að lækka skemmtanagildið töluvert og er reglulega leiður í bragði fyrir þær sakir og biður hlutaðeigendur afsökunar. Þarna bar kappið klárlega fegurðina ofurliði.
Góða helgi,
Sigrún

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldar hlaup.
Til hamingju allir.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

...og svo svona til að hrista aðeins upp í þessu.
Kíkiði á þessa færslu.
http://fiskokk.blogspot.com/2008/05/day-after-run.html
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Þetta var sko alvöru keppnis. Þrátt fyrir að vera með þeim síðustu þá var þetta veruleg persónuleg bæting hjá mér og ég minni mig ítrekað á að ég er að keppa við þau bestu í bransanum ;) Það er yndislegt að vera með ykkur og það sem drepur okkur ekki, styrkir okkur ;)
Kveðja
Triple R

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigrún mín, þetta var bara skemmtilegra og eftirminnilegra fyrir vikið. Ekkert að fyrirgefa! Skil ekki afhverju ég gleymdi þessu helv...hringtorgi, man sko alveg eftir því núna, fannst það alltaf drepleiðinlegt.Held að undirmeðvitundin hafi bara tekið í taumana og sagt nei takk, þú ferð ekkert þarna, kerling.

Bjöggi minn, það er snilld
að bæta sig um 2mín, til hamingju.

BM