mánudagur, maí 10, 2010

Hádegisæfing 10. maí

Gleðilegt sumar!
Það sást í dag að sumarið er komið og hlauparar eru hvattir til að pakka niður skíðagallanum, markmannshönskunum og ullarbolunum og sýna glæpsamlega berun á stígum borgarinnar í sumar. Auk þess er bannað að vera í síðbuxum eftirleiðis og bein tilmæli til hóps að klæðast skjóllitlum toppum við. Annað er ámælisvert.
Annars mættu í dag: Gnarr (á vélinni, frasa sko..), Dagur, Guðni, Bjútí, Fjölnir (að plögga væntanlegt Fjölnishlaup), Geiri Smart, Huld (stud. MPH) og Sigrún (Stu, stu ...studio line). Farin var hefðbundin Hofsvallaleið með lengingum um Kaplaskjól og Meistaravelli fyrir áhugasama og tempó að kafara. Síðan samskokk og berun heim að hóteli með skógartvisti, vegna tímabundinnar hörfunar.
Alls, 8,7-9,3K
Góðar stundir.
SBN

Engin ummæli: