föstudagur, maí 21, 2010

Freaky Friday 21. maí

Vinnustaðagrín er ekki alltaf fyndið og það sem á að vera fyndið missir oft marks en einstaka sinnum sprettur mikil fyndni uppúr misheppnaðri fyndni....það var a.m.k. reynsla aðalritara í dag. Förum samt ekki nánar út í það v/persónuverndar. Mættur var fríður flokkur í dag til æfinga og aðeins einn var sér, eða Jón Örn. Þau válegu tíðindi hafa hinsvegar borist að Karl nokkur Thode sé hættur störfum hjá fyrirtækinu vegna feilkaupa á túrkislituðum, niðurmjóum sokkabuxum. Mikill missir er að þessum öðlingi og krossfittara, sem aldrei hafði hlaupið með öðrum eins gamlingjum á sinni starfsævi. Aðrir á æfingu dagsins voru, Dagur, Bjöggi, Fjölnismenn (Sigurgeir og Fjölnir), Huld, Bjöggi, Sveinbjörn, Óli og Sigrún. Farinn var einhver rugl túr um miðbæinn með skrensi upp á hóla og torg og með frostahoppum í garði Landakots, við mikinn fögnuð viðstaddra. Þaðan var haldið heim á hótel í algjörlega súperfínu veðri sem var helst til of gott, ef eitthvað var. Ætlunin var, við komu í baðklefa, að gera grikk inni í karlaklefa en vegna seinnar komu fórnarlambs og snemmkomu saklauss hjástandara, var ekki hægt að fullvinna atriðið sem skyldi. Það bíður því birtingar seinni tíma, í öðru formi.
Alls um 8K
Hvað sem helgin ætlar ykkur-góðar stundir!
Kveðja,
aðalritari

Engin ummæli: