Góðir hálsar, og Dagur (hann er eitthvað rámur greyið).
Í dag var boðið upp á svokallað "schizophrenic-junk-run" sem einnig mætti kalla "Fartlek". Ákveðið var að hlaupa að Kópavogskirkju, þaðan yfir Hamraborg, niður hjá Toyota og svo inní Fossvog og eitthvað inn í skógrækt og svo bara svona eitthvað út í türkis-bláin. Þetta gekk allt saman voða "straight forward" þangað til við komum í Fossvoginn og formaðurinn tók fram fyrir hendurnar á Guðna, snarbeygði og sagðist ekki vilja hlaupa meir' nema við færum yfir þessa "rómantísku brú" sem hann hafði komið auga á. Hópurinn ákvað að láta þetta eftir honum og skeiðaði léttfættur yfir þessa mjög svo rómantísku trébrú. Eftir hring í skógrækt sem var að miklu leyti "utan vega" var tölt yfir göngubrúnna og áleiðis heim, en formaður vor var í vor-fíling og fór með hópinn upp í gegnum Fossvogskirkjugarð, sem endaði í 1 x1 spretti frá K-inu og upp. Því næst brokkuðum við áleiðis heim, með tvisti í Öskjuhlíðinni þar sem menn fóru á stökki upp og niður og út og suður. Allt endaði þetta nú vel samt sem áður og menn tóku fetið heim. Guðni hafði á orði að þessi æfing væri nú bara í "junk" flokki þar sem þetta var ekki rólegt og ekki sprettir og því þyrfti eignlega að taka aðra æfingu í kvöld bara til að dagurinn telji.....
Mætt voru, Egonsson, Ingólfsson, Konráðsdóttir, Bjarnason og Árnason. Einnig voru mætt og fóru aðra leið, Harðarson, Egilsson, Magnúsdóttir og Ragnarsdóttir.
8,4 K 46 mín.
P.s. Spurning fyrir þá sem hafa nákvæmlega ekkert betra að gera en að lesa þetta vitleysis blogg.
Hvað nefndi ég margar gangtegundir íslenska hestsins í færslunni hér að ofan.
Góðar stundir.
Bjútí
1 ummæli:
Skeið, tölt, brokk, stökk og fet. Semsagt fimmgangur enda var þarna gæðingaflokkurinn á ferð
Held að bjútí bjarnason hafi skiðað sig inn í A-úrslitin hann var e-ð svo hraður þarna í byrjun
kv, árnason
Skrifa ummæli