Ég held að óhætt sé að kalla þetta tempóæfingu og þeir sem mættu á hana voru: Dagur, Bjöggi, Sigurgeir, Huld og Sigrún en á séræfingu vóru Ársæll og á enn meiri séræfingu, Mr. Briem. Allavega fórum við nokkuð rösklega út á Eiðistorg til að taka "hringinn" á tempói. Sérstaka athygli vakti að lýðræðislega var valið að taka þennan hring en einnig mátti velja hvora leiðina maður fór, þ.e. upp eða niðurfyrir. Skemmst er frá því að segja að þarna var um töluverð átök að ræða og leitun að annarri og betri skemmtan. Þó dettur mér eitt í hug, kolkrabbinn, en hann er ívið skemmtilegri. Frábært hlaupaveður var í boði og ekki skemmdi samböðun símas fyrir í restina, í baðklefa kvenna.
Alls 9.75K
Kveðja,
aðalritari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli