Mættir í dag: Jón Örn (sér), ég hefði núna sagt "hardcore-ið" og svo nöfnin en þar sem svo margir lesa þetta sleppi ég því og segi ...og á æfingu mættu: Dagur,Guðni og Huld (allt fv. kennarar), og Sigrún (fv. starfsmaður apóteks). Degi lá mikið á að leggja af stað á auglýstum tíma til að draga úr félagsáhrifum æfingarinnar. Farin var Hofsvallagata á frekar rólegu tempói en Dagur og Guðni lengdu um 2 lúppur, enda vilja þeir ekki vera staðnir að því að síams séu opinberlega að horfa á rassinn á þeim. Sérstaklega ekki á stofnæðum borgarinnar. Kvartað var undan lélegri birtingu hlaupaúrslita á síðunni en aðalritari frábiður sér slíkar aðdróttanir. Birting er eftir því sem þurfa þykir og oft hefur lögmálið "fyrstur kemur fyrstur fær" verið við lýði þannig að aðalritari, sem telur sig enn vera upplýsingafulltrúa hóps, hefur ekki komist að vegna birtingarsnerpu annarra í hópi. Það er hinsvegar þannig að sum hlaup eru þannig að þau eru of nálægt manni og gleymast þessvegna hraðar en önnur. Er hérmeð beðist velvirðingar á þessu. Á leið hópsins vestur í bæ mættum við þvengmjóum spretthlaupara á a.m.k. 3:15 pace, á móti. Það væri vissulega glapræði að ætla sér maraþonhlaup með slíkum einstaklingi, allavega ekki nema eftir ca. 3-4 samskokk til viðbótar. Einnig sást til Óla, á séræfingu í skógi, en hann er á massífum uppbyggingar og sprettæfingum hjá rússneskum hlaupaþjálfara sem miðar að því að koma honum í ASCA liðið í haust. Þar er greinilega mikið verk framundan.
Alls hjá strákum 9,3K
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli