Í dag er Fjölnishlaupið og þess vegna mætti Fjölnir á æfingu. Aðrir sem svöruðu kalli voru: Dagur, Guðni, Bjöggi, Sveinbjörn, Sigurgeir, Oddgeir og aðalritarinn. Farin var Hofsvallagata (sérdeild) en aðrir fóru Kaplaskjól og sumir tóku lengingar, í boði þjálfara. 3R hyggur á maraþonhlaup í Kaupmannahöfn um helgina og óskar IAC henni velfarnaðar og góðs gengis í hlaupinu. Aldrei þessu vant verða "maraþon grúppíurnar" 1&2 ekki á svæðinu, en þær þurfa að sinna skyldustörfum annars staðar á hnettinum. Ekki eru samt öll kurl komin til grafar með það mál.
Létt var yfir mannskapnum í dag, enda ekki verið að pína og leggja í einelti nema í undantekningartilfellum. Hey ekki gleyma þessu, remember? ABS
Alls 8,2-9K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Hæ,
Minni á rútuhlaupið víðfræga sem verður á laugardag, 22.maí. Sjá nánar í hlaupadagbók á hlaup.is
Kveðja,
BM
Skrifa ummæli