miðvikudagur, maí 26, 2010

Hádegisæfing 26. maí

Hola!
Það voru semsé nokkrir mættir í dag: Kristján (er það ekki?), Sveinbjörn, Bjöggi, Guðni, Dagur, Óli og Sigrún.
Fórum bæjarrúnt vestur í bæ (JL), framhjá höfninni (Tryggvagata), miðbær, Skólavörðustígur (Rocky)og þaðan framhjá Val og einhverjar lúppur inn í Öskjuhlíð og heim á hótel. Ef veður væri betra væri það hreinlega verra, svo mikil sól var í boði. Á morgun verður æfingin í boði síams II og þar verða engin markmannsvettlingatök viðhöfð.
Alls um 8K
Adios,
aðal

Engin ummæli: