Mættir í dag: Ársæll í forstarti, Dagur, Gnarr, Sigurgeir, Óli og Sigurborg af hótelum, Jón Örn( sér)og Sigrún. Ótrúlega gott hlaupaveður, Lundúnaþoka og logn og var tekin Hofsvallagata með einni lengingu formanns. Útlit er fyrir fjölmenni á morgun í Icelandairhlaupinu og veðurspá góð. Ef einhverjir af starfsmönnum hlaups eiga skærlituð öryggisvesti eru þeir beðnir að hafa þau meðferðis á morgun.
Alls um 8,7K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Ég vil endilega geta þess að við Sveinbjörn tókum þessa ágætis hraðaæfingu á brautinni meðfram sjónum í gær, 6x 2mín með mínútu á milli, nema einu sinni tvær, þ.e. milli setta.
Einnig voru á ferð formaðurinn og Oddgeir sem voru að fínpússa keppnisleiðina.
BM
Skrifa ummæli