mánudagur, maí 03, 2010

Hádegisæfing 3. maí

Mættir á pinna: Jón Örn, Sveinbjörn, Huld, Bryndís, Oddgeir og Sigrún en á 8K sérleið var Ársæll. Við hin fórum könnunarhring í braut fyrir Icelandairhlaup því Oddurinn hafði um sl. helgi mælt brautina við annan mann. Milt veður og úði en við lúkningu hlaups birtust nokkrir skælbrosandi félagsmenn, með munninn fullan af hádegismat. Eitthvað skrýtin verkefnastjórnun þarna, ekki satt?
Alls 7K og braut í lagi, kílómetramerkingar eru bláar og greinilegar á leiðinni.
Kveðja,
Sigrún
Séð af kantinum eftir æfingu dagsins:

Engin ummæli: