föstudagur, apríl 30, 2010

Hádegisæfing 30. apríl 2010

Shalom shalom.
Freaky friday i dag. Snilldarveður og enn betri mæting. Sumir klúbbmeðlima tóku forskot á sæluna og mættu í "shortara" í dag þrátt fyrir að skv. reglugerðum félagsins sé ekki lögboðin stuttbuxnaívera fyrr en frá og með morgundeginum 1. maí.
Fyrir vikið fékk sá hluti þjóðarinnar sem varð á vegi okkar í hádeginu að berja augum antik-hvíta leggi nokkurra félagsmanna. Maður veit að vorið er komið þegar síðu sokkabuxurnar víkja fyrir níðþröngum dry-fit short-urum og vel loðnum leggjum. Mætt í dag voru Abdulah Hakan Al (frændi Halims, en þeir tilheyra báðir Al ættinni í suð-norður hluta Tyrklands). Hann bað ekki að heilsa Soffíu en það er nú í góðu lagi. Einnig voru mætt Glamúr og Gnarr, Mr. Buff, Guðni "new shoe", The Armour-Fairy, I.N.R.I. og 18. Að lokum ber að nefna Aðal, sem mætti í shortara, en samt ekki. Það kom formanninum í opna skjöldu þegar hann áttaði sig á þessu og að hvíta röndin í kringum hnéin var ekki á gallanum heldur var "bert á milli" og Aðal skrensaði þarna á grensu velsæmis og kláms með þessari "berun" á hnésbótum og hnéskeljafestingum.
Þessi búningur er vel þekktur meðal "portkvenna" í Bæjaralandi og austur evrópu undir nafninu, Fräulein-Lëderhose-strümpfhen-gaga, og ber klæðnaður þessi ekki vott um andlegt jafnvægi. Engu að síður var stefnan sett á afturenda Guðna "new shoe", þ.e. hann stýrði för og leiddi hópinn um rangala austurbæjarins og Þingholtanna.
Gríðar góður rómur var gerður að leiðsögn hans enda var komið við á helstu menningar stöðum eins og þessu höggmynda-drasls-safni sem við hlupum í gegnum og ég man ekki hvað heitir núna,enda allar stytturnar meira og minna með skýrskotun í alls konar klám. Hópurinn endaði á því að hlaupa fram hjá fæðingardeild Landspítalans þar sem upp komst um Bjútíð, þars sem allir starfsmenn veifuðu og öskruðu enda þekkja hann allir þar með nafni og búið er að útbúa sérmerkta VIP stúku fyrir "kjellin" þegar hann mætir með frúna í haust í "deliverý". Snilldar hlaup á góðviðris vordegi. Ca. 7,8 K á 45 mín.
Kv. 18

P.s. Hér sést hlaupaleið dagsins á hinum ágæta Endomondo vef.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"18" þarfnast útskýringar

Nafnlaus sagði...

The armour fairy, tær snild, mú hahah!

BM

Nafnlaus sagði...

Greinilega orðið lánt síðan ég mætti síðast.
18?
Armour Fairy?
og fleira.

Það fer að koma tími á version 2 af orðabókinni.

Nafnlaus sagði...

síðasta komment var að sjálfsögðu ekki nafnlaust
kv.
JÖB

Nafnlaus sagði...

Heу woulԁ уou minԁ stating whіch blog platform yоu're using? I'm planning to
start my own blog soon but I'm having a tough time making a decision between BlogEngine/Wordpress/B2evolution and Drupal. The reason I ask is because your design and style seems different then most blogs and I'm
looking for something completely unique.
P.Ѕ Αpologies for getting off-topiс but I had to ask!



my pаge - unwanted cars for cash