Í dag er megrunarlausi dagurinn og því hefði verið tilvalið að skella sér á jötuna. Þess í stað mættu nokkrir samviskusamir hlauparar og prufukeyrðu nýju brautina fyrir 16. Icelandairhlaupið í kvöld. Þetta voru: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Bjöggi, Óli, Huld og Sigrún. Einnig sást til óþekkts hlaupara, gera teygjuæfingar við súlu.
Allt útlit er fyrir góða þátttöku og flott hlaupaveður í kvöld.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Var hann þá að teygja á kálfunum eða...var hann kannski meira að vinna á ham-string? Sá nokkuð á súlunni?
Kv. Bjútí
P.s. Já og gleðilega hátíð öll sömul :-)
Skrifa ummæli