föstudagur, júní 18, 2010

Föstudagsæfing 18. júní

Fullheitt var til æfinga í dag en engin berun var þó í boði, sennilega vegna hárrar fituprósentu, but anyways...þarna voru mættir: Guðni, Dagur, Huld, Oddgear, Rúna Rut og Sigrún. Jón Örn var sér en Jói var í viðtalsbás á eftir. Farið var rólegt bæjarhlaup sem endaði með einhverjum málamyndamagaæfingum og armbeygjum, með tilheyrandi hljóðum, hjá þeim sem töldu sig þurfa. Hinir nenntu ekki. Menntunarstuðull FI skokkara hækkar á morgun þegar blondie stígur á svið í Valsheimilinu og útskrifast sem MPH (Master of Public Health) og vekur það von í brjósti félagsmanna um bætta heilsu og minna lýðskrum, okkur til handa, a.m.k. ef gerð væri þverfagleg rannsókn með félagsmenn sem slembiúrtak í megindlegri athugun hvar staðalfrávik væri ekki mikið m.v. að úrtakið sé normaldreift.
Alls 7,85K
Góða helgi!
aðal (hálfvitinn)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hljóp líka næstum á Fjölni, þar sem hann laumuhlunkaðist niður undir sjó. Og comrad Gerður var víst líka í feluhlaupi.

kv.
JÖB