Enginn sem mætti í dag nennti á erfiða æfingu en með réttri mótivasjón var hægt að kreista smá hröðunaráhrif fram. Mættir voru: Bryndís, í endurkomu eftir frekar langa fjarveru, Bjöggi, stríðalinn að austan (ég get svo svarið það, ha!), Dagur, alveg rasandi "bet" (flámælgi)á klæðaburði síams, Oddgeir m. Vaselínið, Huld, hleypur fyrir lungnaþembusjúka og stállungnaþega, Sigrún í nýjum Speedstar og Jói á séræfingu. Dagur var frekar órólegur með að koma æfingunni í fastan farveg og vildi að við gerðum eitthvað alvöru. Eftir smá þóf var ákveðið að þeir sem vildu færu saman í tempó og ég og Bjöggi fórum saman (þótt við vildum það ekki)og Huld fór Hofs (í kaffi til Guðmundu) og Bryndís fór Suðurgötu en Dagur og Oddgeir fóru afsíðis á stað sem Dagur hefur aldrei tekið lærisvein sinn með sér á. Er engum blöðum um það að fletta að drengirnir fóru að JL og tóku tempó til baka (5 km) hvar 4km voru á undir 4 í pace en einn (næstsíðasti) var á 4:12. Bjöggi og aðal fóru sitt tempó á Kapla short með hjáleið á Lynghaga og þaðan heim að kafara. Frábært veður til æfinga og alls um 8,9-10K, af nýslátruðu.
Kveðja,
Sigrún
Ath. Samkv. tímatali kínverska verkamannaflokksins hófst ár Síams í dag með tilheyrandi viðhöfn og klæðaburði.
1 ummæli:
Ég get svo svarið það, þetta var svona "Allir vera eins í dag" - dagur. Síams tóku Síams-ið" í nýjar hæðir í dag og mættu ekki sem eineggja tvíburar, nei heldur sem Síamstvíburar. Spurning hvort að Oddgeir ruglist, taki Huld með sér heim og sofi hjá henni í nótt og Sigrún verði bara einhversstaðar úti á galeiðunni að spóka sig á nýju Speedstar túttunum. Jahh maður bara smyr sig.
Kv. Sá stríðalni
Skrifa ummæli