miðvikudagur, júní 23, 2010
Hádegisæfing 23. júní
Mættir í dag þegar enginn virtist mæta: Óli, Bryndís og Sigrún og minni flugvallarhring fór hótelgengið mað þeim Óla, Boggu og Ágústu. Steikjandi hiti á kantinum og Óli fór Meistaravelli að hætti Briemara en Bryndís og Sigrún fóru Hofsvallagötu á rólegu nótunum. Þeir sem ætla að keppa í Miðnæturhlaupinu í kvöld: Just do it!-eins og Nike sagði sjálfur. Reyndar eru kannski færri sem vita að Nike er nafn úr grískri goðafræði á gyðju og er hér skilgreining á henni: "In Greek mythology, Nike (Greek: Νίκη, "Victory", pronounced [níːkɛː]) was a goddess who personified victory throughout the ages of the ancient Greek culture. She is known as the Winged Goddess of Victory". Þannig að, hlaupið á sigurvængjum gyðjunnar í kvöld! ;)
Alls 6,5, 8,1 9K
Kveðja,
Sigrún
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Humm, er Hofs kominn niður í 8,1km-hélt alltaf að hann væri 8,6. Urr. Jæja, þetta var alveg nógu andsk...langt fyrir afturbata konuna.
BM
Skrifa ummæli