mánudagur, júní 14, 2010

Hádegisæfing 14. júní

Mættir: Kristján-alias "Halldór Benjamín Þorbergsson heitir maðurinn". (einhver verður að leiðrétta mig ef þetta er ekki rétt nafn) og Jón Örn sér en á pinna: Dagur, hjólreiðafantur, Sigurgeir, sem býr sig undir tap gegn Grindavík, Huld, sem útskrifast brátt sem MPH, Oddgeir, sem mætir á eina æfingu fyrir mót og Sigrún, sem gæti eins ekki verið hlaupari, eða þannig. Fórum óhefðbundna Hofsvallagöti því við sniðgengum hana og lengdum út fyrir JL, Eiðistorg og framhjá HÍ og þaðan uppfyrir Val og heim Þess má geta að Valsmenn taka á móti nýliðum Selfoss í kvöld á Voðafóns-vellinum kl. 19.15. Annars bara allt í gúddí fílíng og merkilegt hvað formaðurinn lætur ekki á sjá þrátt fyrir Bláalónsþraut gærdagsins. Eini munurinn var örlítið meira skegg og smá rassæri, en ég fékk nú ekki að sjá það.
Alls 9K í smá roki en hlýju veðri.
Kveðja,
aðal

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halldór Benjamín Þorbergsson heitir maðurinn.

Icelandair Athletics Club sagði...

Takk, get ekki munað þetta. :)
SBN