þriðjudagur, júní 08, 2010

Hádegisæfing 8. júní

Mættir: Anna Dís og Oddný í forstarti. Dagur, Halldór, Jón Gunnar, Sigurgeir og Huld héldu sem leið lá vestur í bæ og fór einn Hofs, ein Kapla og rest Meistara, sumir með óskilgreindum lengingum, aðrir ekki. Upphófst hefðbundinn eltingaleikur að Kafara og voru velflestir komnir úr að ofan fyrr en varði. Sumir náðu öðrum en aðrir náðu ekki sumum. Endaði þetta þó í mesta bróðerni með því að lagst var til sunds í Nauthólsvík. Sumum dugði þó að vaða með skrækjum upp að hnjám.
Snilldaræfing í sumarblíðu.
Kveðja góð,
Huld

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki að spyrja, samir við sig. Minnast bara á þá sem eru sér en ekki okkur sem erum aðal. kv mad rocker