fimmtudagur, júní 24, 2010

Hádegisæfing 24. júní



Mættir í dag í samfögnunarhlaup Powerade keppenda, sem var aðeins einn að þessu sinni. Mættir voru (sjáanlegir): BB, Síams 1 og 2, GI og Óli sem hélt sig í ormagöngum alla leiðina. Hinir fóru óhefðbundna leið í boði handhafa besta FI skokks tíma ársins 2010 (correct me if I'm wrong)um Hlíðar og Fox með allskyns gabbhreyfingum og hornaskeringum. Þess má einnig geta í framhjáhlaupi að sá einstæði atburður átti sér stað í Miðnæturhlaupinu að einn keppandi úr okkar röðum náði að hringa annan keppanda tvisvar í hlaupinu. Þetta verður að teljast einstætt afrek og til eftirbreytni, sérstaklega og einmitt vegna þess að viðkomandi keppandi var að hlaupa 5km en okkar félagsmaður hljóp 10km.
Annars er það helst að frétta að Huld er með lungnaþembu á lokastigi og heilabilunin hjá aðal er enn gríðarleg.
Alls 7,7K
Kveðja,
aðal
Smáauglýsing:
Vantar tilfinnanlega flottan a.m.k. 7 manna fjölskyldubíl á 40" mödderum, helst með blæju, verður að vera upphækkaður og með splittað drif, þarf að vera svartur og lítið notaður. Ekki dísil. Er með gamalt fiskabúr sem ég get látið uppí. Hafið samband við Björgvin í skokkklúbbnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og dæla getur fylgt fiskabúrinu og svo sjálfhreinsunarbúnarður "Mega-suck 2000 XLR" og svo stytta af kafara til að hafa 'oní...anyone?
Kv. BB