föstudagur, júní 04, 2010

Hádegisæfing 4. júní

Sólarblíðumæting í dag: Rúna Rut, Anna Dís, Sveinbjörn, Guðni, Dagur, Huld, Fjölnir og aðalritari. Ætluðum í bæinn en tókum detour um Nóatún og u-turn aftur í Nauthólsvík um Kringlumýrarbraut. Berunaráhrifin voru orðin það aðkallandi að Dagur vildi endilega fara aftur og stinga sér af háu bretti. Allur hópurinn óð út í sjó við steinbreyggju en GI og DE syntu aðeins út. Aðrir höfðu á orði að sjaldan eða aldrei hefðu tíu gráðurnar verið jafnlítils virði til hlýnunar. Fín félagsæfing og veltir maður því fyrir sér hvort andi FI skokkara sé að mildast og værð að færast yfir mannskapinn? A.m.k. 3 manns og 4 öðrum líkar þetta, eða ekki?
Alls um 8K
Kveðja og góða helgi!
Sigrún

Engin ummæli: