föstudagur, júlí 02, 2010

Föstudagurinn langi 2. júlí 2010


Börnin mín stór og smá.
Hafi ég verið með eitthvað grín hér á síðum okkar FISKOKK-verja hér s.l. þriðjudag um að æfingin hafi verið erfið, þá vil ég bara taka það til baka og biðjast afsökunar á því að hafa haldið því fram. Það kemur til af því að æfing dagsins var (á latínu fyrir Aðal) svokallað "Totallis Horriblis". Eins og Kristur forðum burðaðist með krossinn upp á Gólonhæðir fyrir aftöku, leiddi foringinn lömbin sín (þ.e. mig, Sigurgeir, Guðna og Oddgeir) upp á Valhúsahæð til aftöku. Eins og þið þekkið og í stuttu máli sagt var mönnum att saman og allir þöndu drusluna eins og hún dró. T.d. sem merki um það hvað menn lögðu í sprettinn er sár á hægra hné eftir að undirritaður hneig niður á steypta gangstéttina í markinu, gjörsamlega búin á því með BPM upp á eins og 192. (Toppiði það). Alls endaði þetta í um 10K. Ársæll var einnig mættur og fór Suðurgötuhring upp á 7K í blíðunni.
Með nokkuð góðri von um að æfing dagsins telji en verði ekki flokkuð sem hvíld.
Í guðs friði.
Mr. BPM

Engin ummæli: