Þátttakendur æfingarinnar í dag voru allir að koma beint af gay pride búningamátun. Allavega voru allir hlaupagallarnir "in gay colours". Þetta er eiginlega fyrsta æfing skokkklúbbsins þar sem tiltölulega mikil samloðun var í gangi, þ.e. menn hlupu frekar þétt saman, sem er óvenjulegt. Jói og Jón Eagle voru á sérleiðum en litskrúðugi hópurinn fór rólega Hofsvallagötu (hm...?). Þetta vóru Dagur og eftirtaldir hjarðsveinar og meyjar; Jón Gunnar Geirdal (vissuð þið nokkuð að hann setti PB í Miðnæturhlaupinu um daginn?), Sigurgeir á undir 80, Fjölnir í matching, Bjöggi á hámarkspúlsi hagamúsar, Huld á kæruleysissprautu og Sigrún í skónefnd.
Alls um 8,3K
Þar sem margir meðlimir hyggja á maraþon á þessu ári set ég inn tengil sem ítarefni í því tilliti. Ítarefni til maraþons
Góðar stundir,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli