þriðjudagur, júlí 06, 2010

Tröppuæfing 6. júlí

Mættir í dag á fyrirfram umbeðna æfingu (biðja þarf um æfingu með a.m.k. 24 stunda fyrirvara): Tómas Ingason, Dagur Egonsson, Fjölnir Þ. Árnason, Huld Konráðsdóttir, Oddgeir Arnarson og Sigrún Birna Norðfjörð. Hvergi var hinsvegar að sjá Sigurgeir Má Halldórsson né Björgvin Harra Bjarnason en þeir höfðu einmitt innherjavitneskju um WOD dagsins. Farin var hin margumbeðna tröppuæfing á brautinni vestur í bæ; Nauthólsvík-Ægisíða. Sprettirnir voru eftirfarandi: 1, 2, 3, 4, 3, 2, 1mín. með 1 mín. á milli nema 2mín. á milli 4-3. Sérstaka athygli vakti framlag TI úr tekjustýringu, en hann var mjög framarlega í sinni nálgun á æfingunni. Samt sem áður var fugl dagsins klárlega Albatross, eða Oddur carbonfiber, sem með hraða hljóðsins fór mjög framarlega í flokki á æfingunni. Eftirá fóru hörðustu menn í sjóinn en síams kældu leggina í flæðarmálinu og dáðust að dýfingum og sundfimi drengjanna. A.m.k. 3 stjörnur.
Kveðja,
aðal

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég komst því miður ekki frá vinnu en ég fór JGG-hringinn e. vinnu með JGG og sá hringur er ekki fyrir byrjendur!

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Minn maður kom heim og sagði að Dagur hefði nánast "drepið" sig ;) hi hi hi
Kveðja
RRR