Ágætu hlauparar!
Sjóðsstaða Skokkklúbbsins er góð og er félagsmönnum boðin frí þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið 21. ágúst 2010.
Klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is) líkt og aðrir þátttakendur en fá síðan þátttökugjaldið endurgreitt.
Til að fá endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningnúmer og kennitala.
Endurgreiðslan miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir 18. ágúst, sjá verðskrá hlaupsins.
Á móti gerum við ráð fyrir að allir keppi undir merkjum 'Icelandair' í sveitakeppninni, hlaupi eins og vindurinn, komi glaðbeittir í mark og hafi gaman að öllu saman.
Samhliða hlaupinu ætlar Icelandair Group að styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Fylgist með á myWork og skráið ykkar þar þegar sá tími kemur.
Athugið að skrá þarf sig í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins.
Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins
Engin ummæli:
Skrifa ummæli