föstudagur, júlí 09, 2010
"The Power of nudity" eða "afl alsberunarinnar" 9. júlí 2010
Jæja jæja jæja.
Ég segi ekki meir.
Þvílíkt og annað eins.
Í dag mættu Bryndís (sér), Dagur, Glamúr, Bjútí og Fjölnir. Ákváðum við fjórmenningarnir að taka hefðbundin föstudags bæjarrúnt í blíðviðrinu. Reyndar vorum við ekki komnír út af bílastæðinu við HLL þegar Dagur fór að tala um "full monty" á Sæbraut. Anyways, hlupum við fagurlega leggjaðir og tanaðir í drasl sem leið lá upp á Lönguhlíð og vorum í sakleysi okkar að ræða einhver mjög alvarleg og mikilvæg mál þegar kvenmaður sem kom auga á hópinn hrópaði upp yfir sig i einhverskonar geðshræringarkasti "djöfull eruð þið heitir" sem fylgt var eftir með allgóðu blístri. Þetta myndi útleggjast á ensku eitthvað á þessa leið "my gosh, yo're so freakin HOT". Þar með var eiginlega ísinn brotinn og andleg kynferðisleg áreitni í okkar garð gekk um allt þverbak í þessari ferð. Það ber þó að taka það fram að berunarárátta klúbbmeðlima kristallaðist þegar við komum niður á Sæbraut en þá svipuðu menn sér úr að ofan, og hljóp öll hersingin því "half monty" (ef það er til), alla leið heim á HLL. Bara til að ná utan um allar þær "áreitnir" sem við urðum fyrir á leiðinni tel ég best að númera atvikin eftir því sem þau áttu sér stað.
1. Eftir berun á Sæbraut mættum við ungri fallegri dömu sem var mjög starsýnt á hópinn, en leit undan og niður í jörðin rauð í framan en brosandi meðan við svifum framhjá með sperrta kassa í spandexinu að neðan.
2. Skömmu síðar á Sæbrautinni mættum við Austurískum hjónum á sextugsaldri þar sem maðurinn brosti sínu blíðasta til hópsins. Greindum við það sem svo að hann væri í raun samkynhneigður en væri samt ennþá fastur inni í skáp og giftur konu.
3. Við Sólfarið var hópur kven-nemenda úr Artz- and fazhion University of Usbekistan sem hrópaði og tók myndir af okkur er við skeiðuðum framhjá á seinna hundraðinu.
4. Örfáum metrum seinna vorum við staddir á gönguljósunum á Sæbrautinni að bíða eftir græna kallinum, en skemmst er frá því að segja að Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýsla sat í bíl og flautaði og brosti eins og hún ætti lífið að leysa og vildi bíða á græna ljósinu og fá hópinn hlaupandi fyrir framan bílinn.
5. Er við hlupum fram hjá Stjórnarráðinu hafði kona sem talaði í hátalarakerfi orð á því að við sem værum að hlaupa ættum að ganga til liðs við mótmælendur í stað þess að hlaupa svona. (Það er reyndar erfitt að flokka þetta sem kynferðislega áreitni en ég ætla nú samt að gera það hérna, það er svona betra fyrir meðaltalið).
6. Í Austurstrætinu var mikið brosað og horft og fann hópurinn verulega fyrir því hvernig vegfarendur klæddu þá með augunum úr því litla sem var eftir að fatnaði á annars hel-tönuðum kroppunum.
7. Í Hlómskálagarðinum var hópur ungmeyja sem brosti sínu breiðasta rak upp gól og veifaði ákaft er við hlupum framhjá.
Þarna var okkur eiginlega öllum lokið og menn nánast bugaðir af áreiti. Eins og einhver sagði, "hún hefði alveg eins getað bara klipið í p...inn á mér".
8. Nei nei, hér var ekki öllu lokið, sei sei nei, þegar við gullfallegir, en fíluðum okkur dálítið "violated" hlupum framhjá Valsvellinum, var heill flokkur fótboltakvenna sem rak upp gól og öskraði á eftir okkur langleiðina niður í undirgöng. Maður taldi sig vera hólpinn þar en nei,
9. Á dimmasta stað í undirgöngunum mættum við veðurfréttakonu af Stöð 2, (þessari sem skyggir ekki alltaf á Austurlandið) og brosti hún sínu blíðasta og hægði verulega á sér (eða vorum það við) þegar við mættumst.
Eftir þetta komumst við sem betur fer óáreittir að HLL. Hópurinn varð fyrir þvílíku áfalli við þetta hlaup að 3 af 4 hafa ákveðið að fara beint í sumarfrí og munu því ekki sjást hér á næstu vikum.
Upp kom umræða um það hvort Síams með allt sit "hotness og sex-appeal" virkuðu sem "chick repellers" fyrir Male memebers of the club, eftir reynslu dagsins. Þ.e. fáum við meiri athygli veikara kynsins í fjarveru þeirra...? Jahh maður smyr sig?
Ef ÞÚ hinsvegar ert ennþá að lesa þessa hrikalega löngu og sjálfumglöðu færslu, ertu nákvæmlega jafn klikkaður/klikkuð og þú þarft að vera til að geta verið meðlimur í FISKOKK :-) Sem er gott mál.
Gleðilegt sumar og sjáumst í ágúst.
Bjútí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli