...góðan daginn daginn daginn. (Endirinn á puttavísunum :-)
Allavegana. Mættir í dag og til í allt voru, Daddi diskó, Guðni, Flakið, Briemsterinn, Innri og sonur hans (nýliði) Matthías Sveinbjörnsson.
Farið var brúarhlaup í tilefni dagsins. Skógurinn, kirkjugarður, yfir Fossvogsbrú o.s.frv. Að mati Flaksins var þetta ógurlegur hraði, en þegar ferð var lokið var þetta ekki nema pace upp á ca. 5:20. Hringurinn var s.s. 9,1 Km og fórum við það á 47:39 mín að mig minnir. Sumir fóru aðeins styttra, en allir voru glaðir í bragði eftir hlaup dagsins sem er gott :-) Það er s.s. leyfilegt að hafa gaman að hlaupunum núna alveg fram í næstu viku en þá hefst massíft undirbúningsprógram fyrir ASCA í boði yfirþjálfara. Það verður að segjast að miðað við hugmyndir diskótekarans verður þetta hreint helvíti og öll bros og ánægja vegna hlaupa mun fjúka burt á fyrstu æfingu.
Kv. Flakið
1 ummæli:
Þarna vantar að telja upp Jón Örn sem sannarlega var þarna.
GI
Skrifa ummæli