föstudagur, ágúst 13, 2010

Subway hlaupið 13. ágúst



Mættir í Subway hlaup #2 í dag voru Subway-kóngarnir, Dagur, Ársæll, Huld, Sigrún, Oddgeir og Rúna. Á sérleið voru Jón og Óli.
Það var mettþátttaka í hlaupið og gaman að sjá mörg ný andlit í hlaupinu. Greinilegt að hlaupið er að festast í sessi hjá mörgum hlaupurum sem bíða spenntir eftir næsta hlaupi. Farin var hefbundin Subway hringur sem er að koma við á Subway Borgartúni, Austurstræti og Hringbraut, mikilvægt er að "klukka" hurðina á öllum stöðunum.
Eftir hlaupið var haldið subway party þar sem allir þátttakendur og aðrir á sérleið gæddu sér á dýrindis partyplöttum frá Subway og var myndin tekin við það tækifæri.
Í dag var ekki bara Subway hlaup á dagskrá því það var líka lokamæling í fitubollukeppni Dags og Guðna. Til að gera langa sögu stutta þá lét Guðni ekki sjá sig þrátt fyrir að hafa farið í klippingu og gefið blóð til að reyna létta sig. Einnig hefur heyrst að Guðni hafi ekki borðað í marga daga og menn velta fyrir sér hvort hann komst ekki sökum næringarskorts!

Kv. Sigurgeir

Engin ummæli: