föstudagur, september 10, 2010
Fréttir af félögum
Ég var staddur á skrifstofunni í London í dag föstudag og tók hádegisæfinguna með þeim Hjörvari og Darren (nýr félagsmaður). Hlaupnir voru 10k+ með nokkrum léttum æfingum í lokin. Hlaupum tók okkur um Regent Park upp Primrose Hill meðfram skipaskurðum og svo fórum við að skoða blómin. Góð og þétt æfing í góðum veðri og frábærum félagsskap. Þeir Hjörvar og Darren eru í fantaformi og æfa þessa dagana af krafti fyrir ASCA í Dublin. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir gerðu kröfu um sæti í keppnisliðinu. Nú þurfa menn á klakanum að hysja upp um sig buxurnar.
Kveðja,
Dagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Dagur, þú ert með stærri "brjóst" en Hjörvar. Það eitt segir manni að drengurinn sá hefur verið "iðinn við kolann" og búin að vera duglegur. Hjörvar lookar reyndar svo vel á þessari mynd að hann er eins og sundfatamódel við hliðina á ykkur hinum :-)
Þeir eru bara svona þessir strákar að "eystan", sex-appealið og bjútí-ið gjörsamlega lekur af þeim....
Kv.
Bjútí
Flottir...ég og Bjútí tókum líka rosalega miðbæjaræfingu í dag :o) Sammála að Hjörvar lítur fáránlega vel út á þessari mynd miðað við hina tvo...er þetta photoshoppað???
Kv. Sigurgeir
Fótósjoppað - ekki aldeilis, pilturinn er bara gullfallegur. Kominn í svæðisnúmerin og á hraðri leið útí Vestmannaeyjar ef Herjólfur siglir frá Landeyjarhöfn.
Kv. Foremann
Ég verð bara að taka undir þessi orð...
Kv frá BOS
RRR
Skrifa ummæli