fimmtudagur, október 21, 2010
Nýjung-limruhornið!
Aðalritari hefur ákveðið að koma með þessa nýjung inn á bloggsíðuna. Ef menn vilja alls ekki lenda í því að fá á sig limrur verða þeir hinir sömu að hafa samband við aðlalritara bréfleiðis eða netleiðis. Annars eiga menn von á því að hent verði fram limru(m) um viðkomandi. Þeir sem ekki hafa gaman af vitleysisleirburði eru hvattir til að hætta að lesa hér.
Góðar stundir,
Sigrún
Ólalimrur Briem
Karate-kóngurinn Óli
var stundum á "Kopper"-hjóli
aðhyllist flokkinn
mundar oft smokkinn
svo varinn sé vel, hans drjóli.
Nú er hann hagfræðingur
með eldsneyti heimsins slyngur
höndlar með tunnur
Siggur og Gunnur
en í frístundum hástöfum syngur.
Kannski skellir sér til Kil-kenny
og kreistir út einstaka "penny"
til að kaupa sér "pint"
þá allt virðist vænt
þar til breytist í klikkað fúl-menni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Við erum nátt'la bara að tala um gargandi snilld hérna.
Óli Briem + pint (af öli geri ég ráð fyrir) = Klikkað fúlmenni.
Tel það hefði enginn lagt í yrkja svona vísu um karatemeistarann nema Síams 2.
Lifið heil.
Bjútí
Hann Bjöggi er besti drengur
Bjútífúl meira en gengur
Hann dóttur ól
Meðan úti kól
Nú sjáum við hann ekki lengur
Hamingjuóskir,
Huld
Skrifa ummæli