þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Hádegis-tískuslys 9. nóvember 2010

Sælir nú góðir hálsar (sagði kórstjórinn).
Í blíðunni í dag voru mættir, ljósameistarinn hinn eini sanni og the notorious I.N.R.I, en þeir fóru báðir sér. Þá voru mættir Der Führer, The Karate Kid, Bjútí og Cargo-systur a.k.a. Cargo-Kings (að eigin sögn). Einnig var Ívar mættur, en hér með er auglýsi ég eftir almennilegu nickname á kauða því það bara gengur ekki að menn fái að vera svona lengi í klúbbnum án þess að vera teknir fyrir. Sem fulltrúi fljóða var nýliðinn Dísa Skvísa mætt og fór sér en felldi engann klúbbmeðlim að þessu sinni heldur sást til hennar skriðtækla nokkur gamalmenni sem voru á heilsubótargöngu í blíðviðrinu. Anyhew, Bjútí og Cargo-systur voru í vel syncronizeraðir í klæðaburði og glæsilegir á velli þar sem þeir hlupu taktföstum og vel "coreograferuðum" skrefum sem leið lá um Meistaravelli. Staðalbúnaður dagsins var, hvítir hlaupaskór, svartar Nike síðar hlaupabuxur, nýji ljósblái(með vott af túrkis) FISKOKK hlaupajakkinn. Það eina sem aðskildi þessa glæstu þremenninga var buffið. Að öðru leiti en því var ekki hægt að þekkja þá í sundur. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þá félaga Foringjann og Ívar, sem voru látnir hlaupa aðeins á undan og ekki með vel stíliseruðum þremenningunum. Þeir voru klæddir alveg út og suður, engin settering, enginn staðall, og að auki var foringinn í svo gulum jakka að nokkrir japanskir túristar rugluðust á honum og sólinni "út á pinna" og lögðust í sólbað á bílaplaninu. Eru menn vinsamlegast beðnir um að gæta sín í þessum efnum hér eftir, hringja sig saman kvöldið fyrir hlaup og ákveða samstæðan búning fyrir hádegishlaupið dagin eftir. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig saklausu fólki líður sem mætir hópnum á förnum vegi og menn eru bara klæddir alveg út og suður...engin settering....ekkert...! Ég bara hálf kvíði fyrir því þegar það fara að hrannast inn hérna kvartanirnar vegna þessa skorts á "gay-ness" sem sumir klúbbmeðlimir urðu uppvísir að í dag. Sko, það er eitt að fara út að hlaupa í sokkabuxum, en annað að fara út að hlaupa í sokkabuxum "with style"...yeahh baby :-)
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að D. Sommerby og Ívar Anonymous séu komnir með Stokkhólmsheilkenni og klæðist því þessum fallega sænska gula lit.
D. Sommerby hefur ekki farið úr þessum gula jakka síðan Kings hófu undirbúning að Stokkhólmsmaraþon.

Kafbáturinn