þriðjudagur, nóvember 09, 2010

ING NY MARATHON-Uncut version


Huld on the rocks, shaken but not stirred!



Ice ice baby!



Eftirhlaups fögnuður


Beðið eftir starti


Fyrir framan Public Library um kl. 05:15


Ferð Síams 1 og 2 gekk vel til NY og á Radisson SAS hótelinu lofaði „Olga“ okkur því að herbergið okkar væri hljóðlátt. Það reyndist staðsett fyrir ofan diskótek hótelsins svo ekki þarf að fjölyrða um svefn þá nóttina. Fengum okkur fluttar á degi 2. (daginn fyrir hlaupið) í annað herbergi með töluverðum tilfæringum. Eftir nokkurra klukkutíma óstöðvandi ungabarnsgrát í næsta herbergi sáum við að þetta myndi sennilega ekki ganga upp var ákveðið að fá annað herbergi á yfirfullu hótelinu. Fengum loks ágætt herbergi, hátt uppi, með „queen size“ rúmi sem tvíburarnir sáu fram á að geta hvílt sig í. Herbergið var ágætlega búið, með tvískiptu „stinningarkerfi“í rúminu og loftjónandi ofnæmisrakatæki á kantinum. Tvíburarnir gátu því stinnt sinn helminginn hvoran af rúminu, skyldi linkun vera að ná yfirhöndinni. Þegar kom að svefni fyrir hlaupið var slökkt kl. 21:00 og menn keyrðir í bælið. Um 3 um nóttina var vöknun með hafragraut, kaffi og óteljandi klósettferðum og svo var arkað út á Public Library til að taka rútuna yfir á Staten Island í svarta myrkri (05:15) hvar við tók tæplega fjögurra tíma bið í „þorpunum“ í skítakulda og roki. Lítið var um sæti en meira af „port a potty“ eða „pot pourri“ eins og við kölluðum það. Þarna ægði saman öllu kolruglaða liðinu sem hugðist hlaupa NY maraþonið og kuldinn var nokkuð bítandi. Síðan þegar um klukkutími var í start þurftu Síams að taka upp „Apartheid“ og hverfa hvor í sinn bás til að bíða startsins. Loks fór hlaupið af stað og við vorum ákveðnar í að njóta stundarinnar. Ekki er unnt með orðum að lýsa stemningunni á götunum en hún var svo mögnuð að Forest Gump og Reynir Pétur hefðu ekki geta verið glaðari en við. Sólheimaglottsáhrifin voru allsráðandi! Svo liðu mílurnar hver af annarri og við hlupum í gegnum hvert hverfið á fætur öðru í sól en nokkuð stífum hliðarvindi, á köflum. Þarna ægði saman allskonar fólki, gyðingum, þeldökkum, feitum, mjóum og hávaðasömum áhorfendum sem öskruðu eins og enginn væri morgundagurinn. Reyndar voru gyðingarnir með stillt á „silent“ en það kom ekki að sök. Öðru hverju mátti heyra „go-Deloitte“ sem gladdi Síamshjörtun. S1 fór nokkuð létt yfir leiðina en trúði S2 fyrir smá hnignunareinkennum á ca. 38.K. Einnig voru síðustu "yardarnir" frekar óspennandi. Þegar S2 kom að mílu 21 var ljóst að mikill fótakrampi (áður óþekktur) var að ná yfirhöndinni á báðum fótum og þá hugsaði S2 til baka og áttaði sig á hvað var að gerast. Jú, um morguninn (nóttina) þegar tvíburarnir tóku vítamínin sín hafði S2 tekið torkennilega töflu sem lá á náttborðinu og merkt var „Viagra“. Fótakramparnir voru því vegna áhrifa stinningarlyfja og var nánast um „rigor mortis“ ástand að ræða, í báðum fótum, enda hámarksþéttni töflunnar í blóði um 7-8 tímum eftir inntöku. Á einhvern undraverðan hátt tókst S2 þó að skrölta áfram síðustu mílurnar, með smá gönguköflum, og komast brosandi í fo... markið. Tilfinningin var einstök, yfirþyrmandi og ósvikin. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af okkur og við erum sammála um að þetta var minnst stressandi hlaup sem við höfum báðar tekið þátt í með hámarks glöðnunaráhrifum, fyrir, á meðan og á eftir. S1 beið svo eftir S2 við UPS fatabússinn og var fögnun allsráðandi. Bjórbanninu var síðan aflétt skömmu síðar þegar við höfðum heilsað upp á Oddgeir, sem var á kantinum og nokkra Íslendinga sem voru í hlaupinu. Fengum okkur síðan smá hressingu og óísótónískan drykk á veitingastað, íklæddar álteppunum og þurftum í lokin að labba heim hótel, sem var ekki mjög stutt leið. Á hótelinu beið okkar það skemmtilega verkefni að fara í ísbað en hærri skaðræðisvein hafa sennilega ekki heyrst frá neinu herbergi þennan daginn og ég læt það liggja á milli hluta hver átti öskur dagsins. Semsé, fullkominn dagur í besta hugsanlega félagsskap. Getum ekki beðið eftir næsta!
S1 & S2

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg saga og glæsilegt hlaup hjá ykkur. Aftur til hamingju með hlaupið :o)

Kv. Glamúr (hluti af Cargo Kings)

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá ykkur báðum og snilldarpistill.

kv, fþá

Nafnlaus sagði...

Tek undir heilaóskirnar og flottur pistill, en hafði ísbaðið eitthvað að segja??
Hefði ekki verið bara betra íste í staðin??

kv rocker

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill eins og aðal er von og vísan. Það voru betri aðstæður þarna forðum í MSP fyrir hlaup. Við vorum öll inní risastórri íþróttahöll og gátum beðið þar. Við þurfutm því ekkert að norpast út í kuldanum. Það hefði nú alveg farið með mig. Hjúkkit.

Innilega til hamingju, síams góðir og Viktor, þið eruð brillíant.!

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá ykkur! Þið eruð stollt oss og sómi.
kv.
Jöb

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt og ég er svo ánægð með ykkur ;) Innilega til hamingju og mikið hlakka ég til að heyra um drög að næsta hlaupi ;)
Vonandi næ ég að hitta ykkur fyrr en síðar.
Knús frá Runa Runner ;) betur þekkt sem RRR