föstudagur, nóvember 26, 2010

Hádegisæfing - 25. nóvember

Mættir : Björgvin, Ársæll, Gerður, Enn einn Fönix Jón, og Dagur

Ársæll Suðurgata, Gerður dælustöð, Jón og undirritaður týndum Björgvin upp við Valsheimilið og fórum við eltingaleik Suðurgata-Hofsvallagata. Hofsvallagötu piltar náðu góðu 4k tempó hlaupi með fínu splitti 4:09, 4:16, 4:05, 4:15 og Suðurgötu drengurinn tók líka á því þegar rándýrin nálguðust.

Eftir æfingu vakti athygli mína hópur klúbbmeðlima sem safnast hafði saman á bílaplaninu fyrir fram HLL. Hvað voru þeir að gera? Hvert voru þeir að fara? Hvaðan komu þeir? Þessar spurningar ásamt fleirum leituðu á menn eftir æfingu dagsins.

Kveðja,
Dagur

Engin ummæli: