föstudagur, nóvember 26, 2010
Föstudagsæfing 26. nóvember
Tókum "hommann" á þetta í dag, fórum öfugan bæjarhring sem telst algjör nýbreytni hjá hópnum. Í sérhópi voru Jói og Sveinbjörn en á venjulegri æfingu voru Dagur, Jón Örn, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum afar þægilegan bæjarhring, alveg öfugan og er ég ekki frá því að hann sé bara skemmtilegri. Kalt var í veðri en sól og yndislegt hlaupaveður. Athygli vekur stopul mæting nokkurra félagsmanna, t.d. Cargosystra, en þeir eru sjálfsagt að éta á einhverri búllunni í stað þess að sinna musterinu og svo er skrýtið með Björgvin hvað hann er upptekinn í Valsheimilinu alltaf. Hann mætti ekki en gallinn sem hann æfir í niðri í Val lá hinsvegar á gólfinu við skrifborðið hans áðan, sbr. mynd.
Góða helgi,
Sigrún
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já shit, taskan var eitthvað svo létt.....þannig að ég æfði bara nakinn....
Kv. Hulk
Skrifa ummæli