þriðjudagur, nóvember 16, 2010

Track indoor

Kvöldæfingin var með Community Running og þar sem hitastigið hér í Boston getur farið ansi langt undir frostmark þá var ákveðið að frá og með byrjun Nóvember yrðu æfingarnar indoor á track. Þetta var fyrsta æfingin mín inni en vegna ferðalaga sl. 2 vikur hef ég ekki getað mætt ;( Ég var að vanda alltof vel klædd og í þokkabót í einhverjum eróbikk buxum, ekki mjög promising!
Æfing dagsins var upphitun utandyra í yndislegu veðri og svo hófst ballið. 2 sett af 1200m, 600m, 600m - 1200@5K pace og 600@3K pace. Skipt var upp í 2 hópa eftir fyrstu 1200,valið stóð á milli að vera lélegust í fyrsta hópnum eða best í seinni hópnum, valdi að vera í seinnihópnum, veit hvað þið eruð að hugsa, en stundum er bara gaman að fá að vera fyrstur! Dagur og Huld, þið þekki það ;) Æfingin gekk vel, en ég var svona næstum því dauð á eftir. Það sem hélt mér gangandi voru fréttirnar af einni sem hljóp maraþon fyrir nokkrum vikum. Hennar besti tími var 4.15 (eins og minn) og stefndi hún á undir 4 tímum en ef allt gengi upp þá 3.45 sem durgar til að qualifya fyrir Boston. Hón tók þetta á 3:43 og þegar hún sagði mér það, þá leið mér eins og ég hefði náð þessum tíma sjálf, ánægjan mín var svo svakaleg að hálfa væri nóg, hún heldur eflaust að ég sé á mörkum þess að vera hálf geðveik en það sem hún veit ekki er að ég er að stefna nákvæmlega á það sama. Ég veit þá allavega að þetta er hægt og úr því hún gat það, þá get ég það!

Samtals góðir 9,6K

Happy running from Runa Runner

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rétta attitude-ið.
Keep up the good work woman!
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Flott æfing, Rúna. You can do it!
Kv. Huld

Icelandair Athletics Club sagði...

Snilld!
Kv. SBN

Nafnlaus sagði...

Vildi leiðrétta mig, ég heyrði svona vitlaus, konan sem ég var að tala um kláraði maraþonið á 3.35! sæll, ég get það ekki!
Knús frá Rúna Runner