Mættir: Bjútí, Jón Örn, Jói, Sveinbjörn, Þórdís og The Cargo Kings.
Eins og allir vita þá er þriðjudagur í dag og skv. plani eru brekkusprettir í boði. The Cargo Kings tóku þessu að sjálfsögðu alvarlega og ákv. að bjóða upp á brekkuspretti í kirkjugarðinum. Það var eins og einhver hefði prumpað illilega því hópurinn tvístraðist í allar áttir og engin þorði með The Cargo Kings í brekkuspretti! Sem sagt allir sér nema The Cargo Kings sem tóku 6 spretti samviskusamlega og í fjórða spretti var brautarmetið slegið :o)
Athygli vakti að D.Sommersby og Hérinn (meidddur) voru ekki á æfingu en samt sem áður voru sturturnar þeirra í fullri notkun eftir æfingu. Hafa menn talað um þarna hafi átt sér stað ákveðin kynslóðarskipti innan klúbbsins. Gönguklúbburinn hefur brugðist mjög skjótt við þessum kynslóðarskiptum og hefur nú til umfjöllunar umsóknir þeirra í klúbbinn.
Einnig hefur vakið athygli okkar að Síams hafa lítið sést á hlaupum eftir þátttöku í samsokki í NYC :o) Vonumst við eftir því að sjá þessa gleðigjafa fljótlega á æfingu með okkur í hádeginu.
Að lokum viljum við benda áhugasömum á að það eru aðeins 962 sæti laus í Stokkhólm maraþonið.
Kveðja,
The Cargo Kings
Engin ummæli:
Skrifa ummæli