miðvikudagur, nóvember 17, 2010

Hádegisæfing 17. nóv.



Mættir: Þórdís landsliðs, Dagur neon, Óli kung-fu, Oddgeir carbon-fiber, Huld maraþondrottning og Sigrún kraftaverka (sbr. "það verður kraftaverk ef hún verður klukkutíma á eftir henni)". Fórum rólega Hofsvallagötu Síams en strákarnir fóru tempólengingu vestureftir. Hart er þjarmað að O-man um að skrá sig í Stokkhólmsheilkennið og virðist sem hann sé allur að mýkjast í þá átt. Einnig sást til JÖB hvar hann gekk glaðbeittur frá matsal hótels, en hann er einmitt með heilkennið. Mjög sérstakt veður var, logn, glerhált og þokumistur sem lá yfir í annars sólskini og fallegu veðri.
Alls um 8K og yfir
Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

S2 hefur væntanlega ekki séð í þokumóðunni að hún fór Meistara.
S1

Nafnlaus sagði...

Undirritaður mætti í Valsheimilið og var þar áfram í kjötvinnslu skv. leiðbeiningum frá kjötiðnaðarmanninum Gillz.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Ekki er ég hótinu skárri en S2. Fórum auðvitað Kapla en hvorki Hofs né Meistara. Vá, hvað þokan var dimm í vesturbænum ...
S1