miðvikudagur, nóvember 17, 2010

Maraþonfarar athugið!

Gott er að stunda fjölbreytta þjálfun fyrir maraþonhlaup og æskilegt er að gæta hófs í mat og drykk vilji menn öðlast hið klassíska og alltumfaðmandi maraþonútlit, sem svo mjög er í tísku um þessar mundir. Sniðugt er að brjóta upp æfingarnar með allskyns teygjum og hoppi eins og hjálagt upplýsingamyndband glögglega sýnir. Þess má geta að þessi er að byrja sína þjálfun þannig að þið þurfið ekki að óttast að enda svona.
Kveðja, le freak
Aerobic

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það var rosa gott að yfirstíga þetta skref.

kv.
Eagle, marathon löbere