fimmtudagur, desember 02, 2010

Hádegisæfing 2. desember


Ekkert er eins gaman og hressandi og að stunda líkamsæfingar í góðra vina hópi. Í dag mættu aðeins þeir sem þora, að borða ORA..
Þetta voru: Sveppi, Ívar Hlújárn, Doris Day, Mr. Eagle, Geiri smart, Fjölli, Oddur, S1 og 2. Bjöggi var forfallaður, þurfti að fara í kjötvinnsluna að sníða dilk. Við hin fórum í hefðbundna upphitun fyrir kolkrabbann, en þrátt fyrir andlát hans eftir HM er minningu hans haldið á lofti af félagsmönnum FI. Flestir tóku heilan kolkrabba en Jón Örn þurfti að taka rækjuna, vegna anna og Sveppi tók humarinn því hann þurfti að fara að árita eina af jólabókunum í ár, eða Sveppabókina. Flestir voru sammála um það að svona æfingar séu þær almest skemmtilegustu sem hægt er að komast á og þægilegt að hlaupa svona langar brekkur. Maður skilur bara ekki af hverju fleiri mæta ekki, t.d. af skrifstofunni. Fínt að brjóta upp daginn og svona! Jæja, allavega komum við það seint heim á hótel eftir niðurskokk að ekki reyndist unnt að mynda allan hópinn en hér má sjá 3 fulltrúa í góðum gír eftir æfinguna.
Alls 7,7K í vetrarsól
Kveðja,
aðal

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óli sænski kom í sturtu og fór með gamanmál (sagðist hafa leitað að okkur í skógi)
Minni alla á Bindindishlaupið á morgun föstudag kl.12:08 Allir velkomnir sem verða ekki dottnir í jólabolluupphitun

kv, fþá

Nafnlaus sagði...

Þessi mynd gæti verið frá blaðamannafundinum hjá NASA sem var einmitt fyrr í dag. Myndin sýnir bláu lífverurnar frá Titan, fylgitungli Satúrnusar. Lifa aðallega á arseniki.