miðvikudagur, desember 01, 2010

Hádegisæfing 1. des 2010

Það var rólegt á vesturvígstöðvunum í dag. Mæting var með slakasta móti, Gísli og Laufey mættu frá Cargo og Landsliðs var mætt líka held ég og fór sér. Cargo fólkið var í einhverjum þægilegheitum bara og sjálfur fór ég í mitt Valsheimili og hélt áfram minni kjötvinnslu þar. Mér skildist reyndar að Cargosystur hefðu verið að hvíla í dag því að á morgun verður boðið upp á KOLKRABBANN ógurlega. Mér skilst að uppleggið hjá þeim fyrir Kolkrabbann sé, "allt annað en uppsölur er væll".
Í Guðs friði börnin mín stór og smá.
Bjútí

1 ummæli:

Dagur sagði...

Allir snemma að sofa í kvöld, hress æfing á morgun!

Allir sem þora - mæta.