fimmtudagur, desember 02, 2010

Limruhornið


Já, einu sinni enn.....


Með svakalegt Stokkhólmsheilkenni
og svitaband um sitt enni
Hleypur Johnny von Örn
beint niðrá tjörn
þótt báðir lærvöðvar brenni.

Maðurinn undirbýr maraþonhlaup
með því að fá sér eitt og eitt staup
Það er ekk‘eins og hann megi
óhlýðnast Degi
og örmagna leggja upp laup.

Hann Johnny er einn af örfáum
er hafa á fótunum fráum
haldist í flokki
með FI skokki
í svörtum sokkum, uppháum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Magnað ;)
Gangi þér vel JÖ, þú massar þetta. Tómas á appelsínugult svitaband, merkt MIT sem hann getur lánað þér, þú lætur bara vita ;)
Kv
RRR

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir limruna, ég er búinn að vera að bíða og vonast eftir slíkri :-) Sennilega sú best hingað til líka.

og 3R, ég held að eiginn sviti sé mér alveg nógur. En takk samt fyrir gott boð.

kv. Egleinn

Nafnlaus sagði...

Limran er gríðargóð, og ber höfundi fagurt vitni. Samt ánægðastur með myndina, sjá Jhonny-inn, þvílík einbeiting. Expressionin í andlitinu segir líka meira en mörg orð......gæti t.d. verið "EF ÞAÐ ERU MEIRA EN 100m Í MARKIÐ ÞÁ FER ÉG AÐ GRÁTA"..... :-)
Happy Jolly-ball
(jólabolla:-)
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Ég komst þó í mark í einum sprett og hefði getað hlaupið meir!!! Hvað með þig???