Ágætu félagsmenn.
Það skal ítrekað hér að æfingar fara nú fram frá Valsheimili. Þar er búningsklefi til afnota fyrir okkur en ef menn hyggjast fara í sturtu eftir æfingar er nauðsynlegt að hafa meðferðis eigið handklæði, því bannað er að ganga óþerraður til vinnu á ný eftir æfingar. Nokkuð hefur borið á þessu undanfarið og því vill stjórn klúbbsins beina þessum tilmælum til klúbbmeðlima.
Allir eru hvattir til að mæta.
Kveðja,
stjórn IAC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli