mánudagur, janúar 03, 2011

Hádegisæfing 3. janúar

Mættir í Valsheimili: Dagur, Jón Örn, Oddgeir og Sigrún en Björgvin var á buffæfingu í lyftingasal. Einnig sást til Óla koma askvaðandi að Valsheimili skömmu eftir tilsettan tíma. Formlegu undirbúningstímabili fyrir undirbúningstímabilið er nú lokið og æfingar eru hafnar fyrir Stokkhólmsmaraþonið. Þeir sem mæta til æfinga framvegis mega því eiga von á því að þurfa að undirgangast prógrammið, sem reyndar byrjar hægt og rólega.
Alls um 8K
Kveðja,
aðalritari

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er "náttla" skandall.
Maður reynir að smokra sér voða lúmskt út úr æfingunum með þessum hlaupahóp með því að fara að "buffa" eins og vitlaus maður í Valsheimilinu, en nei nei. Hópurinn bara mættur í Valsheimilið og ætlarað vinna sínar æfingar út frá því næstu misserin. Ég meina, hvað er málið...do you miss me or what??? :-)
Bjútí.

Nafnlaus sagði...

Það var nú eftir því tekið hversu stuttan tíma það tók þig að "buffa" Þú ert örugglega að buffa, er þa'kki? :)

kv.
JÖB