miðvikudagur, janúar 12, 2011
Hádegisæfing 12. janúar
Mættir: Jón Örn og Huld (seint), Dagur, Guðni, Þórdís, Oddgeir, Ársæll og Sigrún á réttum tíma. Fórum öll Suðurgötuhringinn nema Dagur og Oddgeir fóru Hofsvallagötu á tempóhlaupi. Reyndar þurfti Dagur að stoppa og aðstoða gamla konu sem var góðglöð á Ægisíðu með hundana sína í flækju og leysti það verkefni með prýði. Þetta tafði formanninn um 1,5 mínútu og vegna óvenju skarprar sjónar taldi hann sig nokkrum sinnum sjá Oddgeir á leiðinni en við nánari eftirfylgni reyndust þetta vera umferðarskilti. Það er náttúrulega ekki mikill munur á útliti skiltis og Oddgeirs eins og allir sjá.
Alls tæpir 7,5-9K
Kveðja,
aðalritari
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli