mánudagur, janúar 17, 2011

Hádegisæfing 17. janúar





Mættir í Valsheimilið: Dagur, Sveinbjörn, Oddgeir, Ívar, Johnny, Huld, Þórdís og Sigrún. Þórdís og Sveinbjörn voru á sérleiðum en hinir fóru Hofsvallagötuna án Dags og Ívars en þeir lengdu (Kaplaskjól) og samskokk var frá kafara að Valsheimili. Glerhált var og þæfingur á stígum en annars fínt hlaupaveður. Sérstaka athygli vakti fjarvera Cargosystranna, en þeir virðast halda að nóg sé að skrá þátttöku sína í maraþon, ekki þurfi að æfa sérstaklega fyrir það. Annað sem einkennilegt er, er það að Öskjuhlíðarperrinn Ólafur Briem kom á flennisiglingu út úr skógarrjóðri, kafrjóður, og virti félaga sína að vettugi er hann skeiðaði einbeittur í átt að búningsklefa Valsheimilisins. Þar virtist jörðin hafa gleypt hann og síðan hefur ekkert til hans spurst. Óli, hvað er í gangi?
Annars var Eagle að biðja um hæga endursýningu á Erninum og er góðfúslega orðið við því hérmeð. Það er semsé fyrri myndin sem ber að styðjast við, hin var tekin á æfingunni.
Alls um 8,3K
Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við stefnum á frumsýningu á The Cargo Kings í Valsheimilinu á miðvikudaginn :o)

Kv. TCK

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ég hafa heyrt þennan brandara áður.

kv.JÖB

Nafnlaus sagði...

Ekkert sást til Cargo systra frekar en fyrri daginn. Það var vonsvikinn hópur meðlima sem joggaði Suðurgötuna og var ekki annað að sjá en tár sæist á hvarmi.