fimmtudagur, febrúar 24, 2011

Fundargerð stjórnarfundar 23.02.'11

Fundargerð IAC 23.02.‘11
Mættir:SMH, DE, FÞÁ, SBN, ÁH

1. Rædd þátttaka okkar í ASCA sem haldið verður 29. apríl-1. maí nk. Hlaup haldið í CPH af SAS á Amager. Ef áhugi og vilji er hægt að senda bæði karla og kvennalið með hefðbundnum styrkjum. Sett upp tilkynning á vef til að kanna þátttökuvilja okkar fólks.
2. Ætlunin er að kaupa hlaupafatnað, síðerma bol og buxur og tengja þau kaup við vinnu við Icelandairhlaupið þann 5. maí, líkt og gert var í fyrra. Skokkklúbbur niðurgreiðir að hluta og félagsmaður sem starfar við hlaup greiðir hluta. Tískunefndin mun beita sér í þessu máli.
3. Icelandair hlaup 5. Maí. (kick off fundur) Unnið skv. Framkvæmdaáætlun SMH með smávægilegri hlutverkatilfærslu. Engir verðlaunapeningar, erum að skoða möguleika á „giveaways“, ætlum að senda bréf fyrr út núna, reyna að beina öllum inn á netskráningu, tökum ekki við kortum í skráningu á staðnum og verð hækkar í 1500 ef skráning er á staðnum. Stefnt að afhendingu nr. daginn áður fyrir forskráða í anddyri HL. Kaup á vestum fyrir starfsmenn hlaups merktum Icelandair. Óvissa með aðkomu á framhlið hótels í maí vegna endurnýjunar húsnæðis.
Fundi slitið,
Kv. Sigrún B.

Engin ummæli: