þriðjudagur, febrúar 08, 2011

Hádegisæfing - 8. febrúar

Mættir: Sveinbjörn, Ársæll, Þórdís, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Ívar, Óli og Sigurgeir. Einnig voru Bjúti og Siggi Antons í Valsheimilinu að hamra lóðin.

Ársæll fór Flugvallahringinn á meðan aðrir tóku stefnuna í kirkjugarðinn sökum veðurs. Þar voru í boði 6 brekkusprettir að hætti FISKOKK. Allir tóku vel á því þó misvel en að lokum voru allir sáttir með afrek dagsins.

Stórfrétt dagsins er án efa að The Cargo Kings mættu báðir í fyrsta skiptið í Valsheimilið á æfingu, þ.e. saman. Eins við var að búast varð allt vitlaust og höfðu þeir ekki undan við að gefa æstum aðdáendum eiginhandaáritun enda langt síðan Valsmenn/konur hafa séð Íslands- og bikarmeistara :o)

Kv. Sigurgeir

Engin ummæli: