Blitchen.
Var einn í klefa 14 í dag, henti engum út og það var heldur ekki neinn i klefa 15 :-) Ekki furða þar sem veður var vægast sagt ömurlegt. Buxurnar mínar eru ennþá blautar eftir að ég hljóp út í bil FYRIR hádegi og nú er klukkan 13:30. M.ö.o. ég er ánægður með að það kom enginn og þóttist ætla að fara að hlaupa í hádeginu í dag. Það segir mér bara eitt, "þið eruð mannleg". Reyndar var ég stórlega farinn að efa það að harðasti kjarninn i þessum hópi væri mannlegur, heldur væri hér um að ræða vélar, svokölluð "cyborgs" (borið fram - Sæborg). Það gleður mig ósegjanlega að komast að því að við erum öll bræður og systur.
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí.
1 ummæli:
Það þorir engin að mæta lengur þegar þú ert að lyfta. Við erum farinn að mæta kl. 11:08 og farinn áður en þú kemur á æfingu :o)
Kv. Sigurgeir
Skrifa ummæli