fimmtudagur, febrúar 24, 2011

Lykilmannalistinn eða Schindlers list


Hverjir eru þetta:

1. Lykilmaður, alltof mikið sjálfstraust. Búinn að vera lengi í bransanum en lítill leikskilningur. Nýtir tækifærin vel. A

2. Væri góður ef hann æfði eitthvað, merkilega mikil geta miðað við vinnuframlag. Enginn leikskilningur en eldfljótur. Utangátta. A

3. Stórar væntingar, hefur uppi mikil plön en framfylgir þeim sjaldnast. Merkilega seigur miðað við slitrótt æfingaplan. Getur orðið betri með aldrinum. B

4. Finnur allar afsakanir til að sleppa við æfingar. Góður þegar æfir en dettur út á ögurstundu. Móralskt mikilvægur. A

Ahh....úbbs, þetta átti bara að fara á stjórn....sælll..............djö...

Verðlaun í boði fyrir 4 rétta og möguleiki á að verða lykilmaður.

Kveðja,
C maður (e'ðða sé hægt)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður á náttúrulega ekki að gera þetta of auðvelt fyrir ljósvakamiðlana.
1. Dagur
2. Oddgeir
3. Sigurgeir
4. Guðni

Held að þetta séu nokkuð rétt svör. Vantar hins vegar að passa upp á kynjakvótannn!

Egla